11.2.2008 | 15:21
Viðburðarrík helgi að baki!
Já það er búið að vera nóg að gera um helgina, föstudagurinn fór í lærdóm og snúninga og á föstudagskvöldið vorum við mægður bara heima í rólegheitum enda ekkert gaman að vera útí í rokinu.
Laugardagur
Nutum þess að sofa aðeins lengur en í boði er virka daga,en drífum okkur nógu snemma á fætur til að ná því að fá okkur morgunmat áður en Kristín Björg þurfti að vera mætt í íþróttaskólan. Eftir hann skelltum við okkur´í skaffó til að gá hvort að grísasultan væri komin til byggða en hún hafði eitthvað tafist á ferð sinni með vörubílnum á Þvérárfjallinu daginn áður líklega skroppið í picknik í blíðunni, síðan fórum við fram í sveit til að taka til í trogið og einnig var afmælisveisla hjá Tobías Frey en hann er orðinn 9 ára drengurinn til hamingju með afmælið!!!
Svo var brunað í krókinn til að hafa sig til fyrir blótið en það var í íþróttahúsinu þetta árið eins og í fyrra með öllum 4 fornu hreppunum þar að segja seylu,akra,lýtó og staðarhreppum þar sem að Central Park (Miðgarður ) er ennþá í lagfæringu en vonandi kemst hann nú í lag í sumar þannig að hægt verði að nota hann því að þó að íþróttahúsið sem svo sem ágætt þá er Miðgarður MIKLU MIKLU BETRI, það er bara eitthvað sem vantar, td næst fjöldasöngrinn aldrei almennilega í íþróttahúsinu enda salurinn mjög stór og var eitthvað um 925 manns í húsinu. Það eru bæði gallar og kostir við að hafa alla hreppi saman en fyrir þá sem ekki vita hefur minn hreppur seyluhreppur haldið sér blót nema núna 2 síðustu ár sem allir 4 hafa verið saman út af Miðgarðsleysis. Kosturinn er að það er nátturlega fullt að fólki sem maður hittir sem maður hittir kanski ekki ef að allir hrepparnir eru ekki saman, gallinn er hins vegar sá að skemmtiatriðin verða ekki alveg eins lokal humor og maður kemst nátturlega aldrei yfir að hitta alla þá sem eru, suma hitti maður til að mynda oft en aðra rekst maður ekki einu sinni á. En skemmtiatriðin voru ansar fín, maturinn góður (það sem ég borða af honum HAHAHA) verð nú að viðurkenna að súrmatinn rétt smakka ég en borða bara þeimum meira af nýrri sviða og grisa sultu, hangikjöti,lærisneiðum, brauði, harðfiski og hákarli til að mynda bíð ég alltaf spennt eftir að borða sérstaka þorrablótsréttinn minn en það er steikt brauð með hrásalatinu hennar Lillu frænku en það er besta hrásalat sem til er. En ballið var fínt líka alltaf stuð á balli með sveiflukónginum, reyndar fattaði ég þegar var langt liðið á ballið að ég var búin að dansa ótrulega litið var búin að sitja og spjalla við fólk og vera á röltinu, öfugt miðað við í fyrra þá dansaði ég og dansaði en svona er nú djammgírinn manns misjafnt´í hvaða ham hann er var í svona skellibjölluhan í fyrra en meira svona rólegaheita fiðrildaham núna. Hvernig var þinn hamur??? En það var allavega gaman að hitta fullt að fólki sem maður hittir eiginlega aldrei nema á svona skemmtunum en aftur á móti var líka fólk sem ég saknaði að hafa ekki þarna sem er vant að vera..
Sunnudagur
Lá í leti fram að hádegi og horfi á teiknimyndir með Kristínu, svo fórum við í bíó á Alvin og íkornanna sem er alveg stórskemmtileg mynd, mæli með henni.
Eftir það fórum svo ég,Alla og Brynhildur á Akureyri fengum okkur súpu og salat á Bautanum og fórum svo á sýninguna Fló á Skinni hjá Leikfélagi AKureyrar sem er hreint út sagt tær snilld. Þetta er 3 sýningin af 4 sem er á Leikhús kortinu sem við Alla keyptum en Varðan hjá Landsbankanum bauð upp á 4 sýninga kort hjá LA á aðeins 3950 fyrir námsmenn já það er oft gott að vera námsmaður. En við erum búnar að sjá Ökutíma, Óvitanna og nú síðast Fló á skinni.
LA skartar lika svi mikið að flottum leikurum að það er snilld Guðjón Karl og Jóhannes Haukur eru reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa farið á kostum í hverri sýningunni á fætur annari, þetta eru reyndar mjög ólikar sýningar þannig að þær eru góðar hver á sinn hátt.
Það var líka frábært að sjá Árna Tryggvason á sviði aftur, hann stóð sig mjög vel en er samt orðin svo gamall og brothættur. Ekki það að það stóðu sig allir leikarar með ágætum þarna.
Svo pældi maður nátturlega líka í allri heildinni en þar sem maður er nú með puttana í starfinu hjá LS verður maður alltaf að skoða leikmyndir og búninga vel og hlaða inn á harða diskinn hugmyndum fyrir okkar verk en það styttist einmitt í að sæluvikustykkið fari að bruna á stað.
En læt þetta nægja að sinni
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt.
Hefði verið gaman að koma á þorrablótið...
Stína (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 18:31
Vonadi verður búið að tjasla Miðgarði saman fyrir næsta blót tókstu engar myndir em að gera að skella þeim hér inn ef svo er :)
Edda (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:05
Takk fyrir síðast, alltaf gaman að kíkja á blót.
Þórey (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:37
Halló já blótið var gott!! Ég var í sama gír og þú, fiðrildagírnum svokallaða... hehe..
Vonandi bloggar þú svo oft og reglulega þannig að hægt sé að kommenta....það er bara lokað fyrir comment eftir vissan tíma það náttúrulega gengur ekki.
Kær kveðja úr hlíðinni
Gunna Stína (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:19
hehe já... nú ertu búin að blogga og við Gunna mættar að commenta...
Það er nú svona með mig, ég þarf alltaf að skipta mér af öllu, þess vegna get ég bæði verið bloggari og commentari!
Annars skyldi ég líka eftir eitt comment handa þér á blogginu hennar Sóleyjar!
Elfa (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.