15.2.2008 | 05:08
Á næturvakt!
Ákvað að hvíla skólabækurnar aðeins og blogga bara smá eða haldiði að skólabækur geti ekki orðið voða þreyttar að láta lesa sig mikið haha! Tók reyndar pása frá þeim og var að horfa á myndina No Reservations sem er fínasta afþreying voða sæt mynd.
Annars er bara mjög róleg næturvakt hjá mér, allir dollarnir mínir sofa vært en þreyttir eftir gott þorrablót en við héldum þorrablót hérna í vinnunni áðan (fimmtudagskvöld) það var bara fínasta blót og allir ánægðir og sáttir. Alli Ísfjörð þannti nikunna og svo komu kór eldri borgara og sungu og Álftagerðisbræður sungu líka. Full mæting var á blótið hjá vistmönnum og nánast full mæting hjá starfsfólki. Kristín Björg var voða glöð að mega koma með mér í vinnunna í veislu með gamla fólkinu eins og hún orðaði það og raðaði í sig hangikjöti,brauði og hákarli. Annars er bara vinna og lærdómur framundan þessa helgina og svo tilkynnti dóttir mín mér í dag að hún ætlaði sko að baka handa mér afmælisköku fyrir mánudaginn. Svo sagði hún mér líka að hún væri að gera svona leyndarmál handa mér líka eins og Húni en það er úr bók sem er í miklu uppáhaldi hjá henni og heitir leyndarmál Húna litla en tilkynnti mér jafnframt að hún mætti ekki segja það ég yrði bara að bíða þangað til afmælið kæmi en það væri ekki samt alveg eins leyndarmál sem er kanski gott því leyndarmálið í bókinni er risa snjókallar af Húna og mömmunni en það er nú kanski erfitt að gera það í hlákunni en Húni er ísbjörn.
En læt þetta nægja í bili, best að skella sér aftur í lestur.
Eigiði góða helgi kveðja Lulla
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi sæta :) Þessi bók er líka í uppáhaldi hjá Önju :)
Stína (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 18:31
Alltaf gaman þegar einhver hefur því að gera leyndó fyrir mann :)
Gunna Stína (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 14:18
Til hamingju með afmælið!!!!!!!!!
Gunna Stína (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:26
Til hamingju með afmælið!! Man aldrei hvort er 18. eða 19... En sé svo að Gunna Stína var að kvitta... :)
Stína (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:44
Innilega til hamingju með daginn !
Þórey (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.