Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

smá blogg!

Já það er svo sem sitt lítið að hverju búið að gerast síðan við mæðgur komum úr borg óttans,

Síðustu helgi var til dæmis rall hérna og vorum við mæðgur á tímastöð um á Mælifelsdals í sól og blíðu, þetta var hið ágætasta rall og sem betur fer urðu engin slys á fólki þetta árið.  Það voru 16 bílar með og aðeins 2 sem náðu ekki að klára.  Reyndar datt undanfari 1 líka út en svona er það bara það getur sko allt skeð í rallinu.

Eins og alltaf á röllum er margt spaugilegt sem gerist á tímastöðvum meðan beðið er á milli sérleiða og má nefna ansi skrautlega talstöðvar umræðu, klæðnað hjá Birgir Þór sem var í kuldagalla með húfu í massa góðri blíðu allavega tókst mér að sólbrenna aðeins, en veðrið í Danmörku er greinilega ekki búið að vera gott.  Móahlaup eftir vatni hjá BÞB svo að prinsessa Kristín gæti málað og fl og fl.

Þið verðið bara að vera í bandi og fá að koma með að ári.

Um kvöldið var svo matur sem ég reyndar komst ekki á því ég var að vinna en mætti á rallýball með Spútnik sem var bara ansi gaman á og alveg heil hellingur að fólki.

Verð að segja að dansar kvöldsins voru annars vegar stríðs dansa Danna með Helga í fanginu og hins vegar að sviði dans hjá mér og Nonna þar sem ansi margir lendu í klemmu og voru teknir fastir.

Gróa áttu setningu kvöldsins sem var sjáðu þetta herðatré !!!!

Sem var ungur drengur sem stóð eiginlega bara eins og herðatré upp við einn vegginn  korter í þrjú og beið hreinlega eftir að einnhver hefði áhuga á að hengjast á sig, ég ákvað að drífa mig bara beint heim eftir ball þrátt fyrir mörg partyboð á tjaldsvæðið þar sem ég átti að mæta í vinnu klukkan 8 um morgunin. 

Í gær skelltum við  ég,Krístín Björg og Þorgrímur  okkur í sund í blíðunni og hittum þar meðal annars Hönnu,Rakel Eir,Tobías og Matthías og kíktum svo á Eddu líka. 

Svo er ýmislegt framundan:

Um mánaðarmótin erum við að fara flytja í næstu götu, hverjir vilja fá ókeypis líkamsrækt??

Kristín Björg er svo að fara út til Ella í viku og fer næsta  laugardag en Hanna frænka og co eru að fara út og ætla að vera svo góð að taka hana með.  Þannig að það verður brunað í borgina á föstudaginn verðum með gemsan fyrir þá sem vilja hitta á okkur.

Svo er bara nóg að öðrum ferðalögum vinnuferð í september og loðnuferð í október bara gaman er farnin að hlakka mikið til, nú svo er bara botnlaus vinna framundan líka þannig að það er nóg að gera og svo þarf víst að setja aðeins í kassa. 

En þar til næst bið ég ykkur bara að hafa það gott


Borgarferð,snobbúllur og fl.

já við mæðgurnar skelltum okkur í borg óttans síðustu helgi, og áttum bara góða helgi þar.  Gerðum reyndar óvenjulega mörg stopp á leiðinni, kíktum á Aldísi og Gumma á Skagan og kíktum svo á Þorleif og Guðný en þau voru í útileigu í Fannahlíð.  Þar skemmti Kristín sér hið besta á róluvelli og tók líka púlsinn á harmónikuballi. 

Á laugardeginum vorum við fyrst að slæpast og versla aðeins, hittum Elfu og skelltum okkur á Miklatúnið.

Um kvöldið fórum við vinkonurnar ég,Sóley og Ásdís á Tapas barinn og fengur ekkert smá góðan mat að borða, röltum svo yfir á Hressó og sátum þar lengi, Elfa kom svo og hitti okkur þar.  Eftir dágott stopp og nokkra drykki ákvað Ásdís að hún vildi fara kíkja eitthvað þannig að úr var að við fórum á röltið.  Byrjuðum á B5 og oh my god það er sko ekki málið, Elfa og Sóley fóru á barinn og það voru 4 eða 5 barþjónar samt gekk afgreiðslan ekki neitt og það var sko bara 1 barþjónn sem kunni að planta kokteila sem kom svo í ljós að hann kunni það bara alls ekkert því drykkirnir sem stelpurnar komu með voru bara hörmulega lelegaa blandaðir.  Ásdís ákvað svo að drífa sig heim en við héldum áfram og komum við á hinum ýmsu stöðum, tókum danstjútt á einum stað þar sem við fengum afar lélegt pikk upp línu boð sem einkentist af því að þeir væru 3 og við þrjár. haha mistókst alveg hjá greyjunum.

Svo ákváðum við að kíkja aftur niður í Austurstræti og ákváðum að kíkja á Rex, við rákumst á kall á leiðinni sem við vorum að ræða vi' um B5 staðinn því hann sagðist hafaverið í veitingabrasanum allt sitt líf og taldi á ástæða lélegra barþjóna þar væru léleg laun haha ég sagði honum að þó svo að barþjónar væru á lelegum launum gæfi það þeim samt ekki leyfi til að blanda ódrekkandi drykki, kúnninn á ekki að vera þolandi, sagði honum að ég var nú einu sinni að vinna á bar og á lélegum launum og ekki datt mér einu sinni í hug að blanda svona vonda drykki.

En á sama tíma og ég var að ræða þetta fóru stelpurnar í röð á Rex og viti menn þvílík SNOBBBÚLLA sem þetta er , í fyrstu átti ég bara ekki orð (gerist ekki oft) en allavega komst Elfa ekki inn því það var sko dresscode, Sóley prufaði og hún komst inn, og þær voru báðar í gallabuxum,Sóley í stuttermabol og Elfa í skyrtu. Sóley var í svörtum skóm en Elfa í svona gallastrigaskóm.  Ég prófaði svo og komst inn en ég var í pilsi og bol.  Þegar ég kom út sá ég að Elfa og Sóley voru að tala við einnhver gaur fyrir utan svo ég spurði dyravörðurinn hvað það væri í þessu dresscodi hans sem væri til þess að vinkona mín kæmist ekki inn, hann vildi nú sem minnst um þetta tala og talaði bara um einnhverjar dresscode reglu, ég bendi honum á að það væru fullt af strakum þarna inni í gallabuxum og ljótum strigaskóm, svo blandaðist ég inn í umræðuna við þennan pilt sem sagðist eiga Rex ég sagði nú bara aumingja þú því þetta er algjör snobbbúlla, það orð fór afskaplega mikið í taugarnar á honum og særði hans hjarta LoL og þess vegna sagði ég snobbúlla nokkuð reglulega  eða bara  eins mikið og ég gat. Grin Hann sagði að við mundum alveg komast inn en Elfa sagði að hún væri bara ekki nógu sæt fyrir dyraverðina, hann kallaði í dyravörðinn sem bullaði nú bara um að hann væri bara að vinna vinnuna sína (sem er greinilega að mismuna fólki) og vildisem minnst gera.   Elfa labbaði svo burtu og ég fór aðeins að rökræða ágæti eða öllu heldur ekki ágæti þessa staðs.  Hann minninst á að ég hefði ekki átt að valda yfir dyraverðina haha og þá átti hann við að honum fannst ég hafa gengið fullt langt í að spyrja út í þessar dresscode reglur.  Svo bendi ég þessum pilti á að það væri fullt að fólki þarna inni í gallabuxum og strigaskóm Svar: já það eru strákar, ég: nú ég sé ekkert svona jafnréttis skilti strakar klæddir eins og þeir vilja en dresscode á stelpur inn á snobbbúlluna og svona held hann áfram og ætlaði svo að fara reyna tala mig á að breyta vinkonu minni þá hló égn ú bara upp í opið geðið á þessum "eiganda Rex" ja og dyraverðinum sem var að hlusta líka við fældum vist folk eitthvað frá fannst þeim og sagði sko að mer dyttiékki hug að fara breyta vinkonu  minni á einnhvern hátt  sem þeir vildu til að komast inn á einnhverja snobbbúllu því að hún væri sko bara frábær eins og´hún er og hana nú og þá gafst hann alveg upp haha.

En allavega heldum við áfram að skemmta okkur og heldum pöpparöltinu áfram og komum við á fleiri stöðum,´gerðum eitt skátaverk að hjálpa manni að loka týndum síma og skemmtum okkur hið besta. Áttum mjög athyglisverðan tíma fyrir utan sirkus sem tengtist bíð eftir manni og frekar skondnu simtali sem tengist því að vera eða vera ekki lambakjöt????

En læt þetta nægja í bili


Á næturvakt!

Já ég er á næturvaktasyrpu núna, sú 1 af 3 núna og það verður alveg ótrúlega gott að komast heim að sofa eftir ca 1 1/2 tíma.  Þetta er reyndar búin að vera ótrúlega róleg vakt.

Ég var á sunnudags morgunvakt og dreif mig svo í sveitina, því að þá stóð til að fara á hestbak, ég byrjaði á því að leyfa Kristínu Björgu að fara og svo fórum ég,Kristín og Tobías hringinn á Holtinu og þá fattaði ég hvað er ógeðsla langt síðan ég hef farið á hestbak, en þetta gekk allt prýðilega og enginn rúllaði af.  Svo þegar við komum tilbaka þá leyfði ég Kristínu Björgu að fara aftur og þetta fannst henni algjört æði.  Svo drifum við okkur í Krókinn því ég ætlaði að ná mér í smá kríu fyrir vaktina en það fór ekki betur en það að Kristín Björg stein sofnaði strax en ég bara náði ekki að sofna þannig að ég verð örugglega alveg rotuð á koddanum á eftir.  Sleeping

Annars er bara vinna framundan er reyndar að fara í helgarfrí næstu helgi og þá er planið að gera eitthvað sniðugt.  Einnhverjar hugmyndir frá ykkur lesendur????


Klóa Afmæli

 Sit hérna á afar rólegri næturvakt, allir dollarnir mínir súper stilltir og sofa bara á sínu græna.

Þannig að ég ákvað að best væri bara að skella sér í bloggið.

Já síðast var alveg að skella á afmæli hjá Klóa (Sóley)og því er nú lokið hehe og Klói minn er komin á fertugsaldurinn, en allavega var þar mikil gleði, ég mætti um 19 en við Siva urðum samferða fram í Melsgil þar sem afmælið var haldið, Þegar við komum var slatti að fólki komið og voru loðnurnar Ásdís og Guðrún mættar ásamt mökum og fékk Klói því afmælispakkan afhendan.  Síðan var borðað og drukkið því á boðstólnum voru þessir fínu pottréttir og rauðvín og hvítvín.  Síðan mætti skagfirski sveiflu kóngurinn sem er auðvitað enginn annar en Geirmundur og hélt uppi fjöldasöng, svo voru smá ræðuhöld sem Geirmundur stjórnaði, um klukkan 23 fór að færast ókyrrð í loðnurnar þar sem vitað var af jónsmessu balli í menningarstaðnum Hofsós og þar spilaði Geirmundur fyrir dansi. (já ég veit við loðnurnar eru smá grúpp píur) 23:30 lá ákvörðun fyrir að ég,Ásdís, Maggi, Guðrún og Ingólfur ætluðum á ball.  Við ákváðum svo að það væri ómögurlegt annað en að hafa afmælisbarnið með sem var mjög óviss hvort væri viðeigandi að skilja gestina eftir í reiðuleysi en eins og góðum vinum sæmir ákváðum við loðnurnar að taka bara þessa ákvörðun fyrir hana og fór ég í það að fá formlegt leyfi frá foreldrum og fleirum um að taka Sóley með, það tóks og bættist Elfa svo við í ballhópinn þar sem hún hafði ákveðið að verða þar sem Sóley yrði.

Við brunuðum svo á ball, og þetta var bara hið besta ball, ég hitti alveg heilling að fólki meðal annars sem ég hef bara ekki hitt langa lengi.  Ég hitti líka fullt að fólki sem ég er líka alltaf að hitta þannig að þetta varð bara hið fínasta blanda. 

Ég gerðist líka dyravörður smá stund sem var mjög  gaman þannig var nefnilega að Alla vinkona missti bjór á dansgólfið og það var klístur út um allt, þannig að ég fór að leita af dyraverði til að koma og skrúbba, fann fyrst einn upp á sviði sem gat ekki reddað þessu því hann var að passa sviðið en svo var annar sem var í dyrunum sem reddaði þessu og ég sagði að ég skyldi bara vera i dyrunum fyrir hann á meðan og það var hin mesta skemmtun kanski maður fari bara að sækja um starf!!!!! Það urðu til skrýtlur þarna í dyrunum td ertu nokkuð lambakjöt?? nánanari útskýring fæst hjá höfundi greinar.

Þegar balli lauk voru Guðrún og Ingólfur farin heim til sín þannig að það  fengu 2 piltar  að fljóta með í krókinn og aldrei þessu vant tók hún Ásdís eitt að sínu bestu gæruloðnu köstum sem felast í því að hún ákveður eitthvað sem að í þessu tilfelli var að þessir gaurar væru leiðinlegir sem þeir voru alls ekki og þegar hún fær sko þessi köst getur hún ruglað og bullað og gert allt öfug snúið og það stoppar hana ekkert en allavega held ég að allir hafi komist heilir út úr þessu, við gistum svo í Melsgili þvi að það nennti sko enginn okkar að tjalda þegar við komum tilbaka.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband