Stjörnuspá dagsins hljómar svona...

Vatnsberi: Þú ert tilbúinn til að mæta áskoruninni, sérstaklega ef hún er stærri en þú. Sumum finnst þú klikkaður, en þú ert í raun sá sem er heill á geðsmunum

 Áskorun dagsins er þá vonandi bara prófið sem ég er að fara í á eftir.  Ég er búin að lesa og lesa en finnst það ekkert festast inn á harðadiskinum.

 Annars er margt framundan, vinna og skóli, ritgerðarsmíðar og svo þarf ég að skreppa í borginna í visindaferð í 2 daga í næstu viku, kem líklega í borginna á þriðjudegi og fer aftur líklega á föstudegi eða laugardegi fer eftir veðri og vindum, værigaman að hitta sem flesta en að fenginni reynslu veit ég að maður á nú ekki eftir að komast yfir það frekar en fyrri daginn en ekki hika samt við að hafa samband.

Jæja best að halda áfram að læra.

Bestu kveðjur Lulla


Afmæli!

Jabbs maður er víst komin á fertugsaldurinn Smile Það leggst bara vel í mig, finn svo sem ekki miklar breytingar fyrir utan það nátturlega hvað ég stækkaði mikið í nótt haha er ekki annars alltaf sagt að maður stækki þegar maður á afmæli?????

smá forskot í gær og fékk gesti í heimsókn.

Annars átti ég góðan afmælisdag, dagurinn byrjaði snemma, dóttir mín vakti mig, mamma það er sko komin dagur og þú átt sko afmæli og svo kom risa knús.  Svo þaut hún framm og sagði bíddu leyndarmálið og kom með þennan sæta perlu dúk sem hún hafði gert handa mér.

Fór svo í vinnuna og svo komu gestir eftir vinnu og svo skelltum við okkur nokkrar saman í bíó og sáum Brúðguman sem er bara hið fínasta mynd, húmor bíóferðarinnar var poppþétt sá að ein okkar hafði ekki pælt í hvaða mynd þetta var og hélt að þetta væri amerísk mynd en það kom nú smá "amerískt" í henni sko innfluttu kaggarnir haha.

En takk fyrir hamingjuóskirnar í allar í öll formum, hvort sem ég hitti ykkur, fékk comment hér, sms eða símtal.

Besti kveðjur Lulla


Á næturvakt!

Ákvað að hvíla skólabækurnar aðeins og blogga bara smá eða haldiði að skólabækur geti ekki orðið voða þreyttar að láta lesa sig mikið haha!  Tók reyndar pása frá þeim og var að horfa á myndina No Reservations sem er fínasta afþreying voða sæt mynd.

Annars er bara mjög róleg næturvakt hjá mér, allir dollarnir mínir sofa vært en þreyttir eftir gott þorrablót en við héldum þorrablót hérna í vinnunni áðan (fimmtudagskvöld) það var bara fínasta blót og allir ánægðir og sáttir.  Alli Ísfjörð þannti nikunna og svo komu kór eldri borgara og sungu og Álftagerðisbræður sungu líka.  Full mæting var á blótið hjá vistmönnum og nánast full mæting hjá starfsfólki.  Kristín Björg var voða glöð að mega koma með mér í vinnunna í veislu með gamla fólkinu eins og hún orðaði það og raðaði í sig hangikjöti,brauði og hákarli.  Annars er bara vinna og lærdómur framundan þessa helgina og svo tilkynnti dóttir mín mér í dag að hún ætlaði sko að baka handa mér afmælisköku fyrir mánudaginn.  Svo sagði hún mér líka að hún  væri að gera svona leyndarmál handa mér líka eins og Húni  en það er úr bók sem er í miklu uppáhaldi hjá henni og heitir leyndarmál Húna litla en tilkynnti mér jafnframt að hún mætti ekki segja það ég yrði bara að bíða þangað til afmælið kæmi en það væri ekki samt alveg eins leyndarmál sem er kanski gott því leyndarmálið í bókinni er risa snjókallar af Húna og mömmunni en það er nú kanski erfitt að gera það í hlákunni en Húni er ísbjörn.

En læt þetta nægja í bili, best að skella sér aftur í lestur.

Eigiði góða helgi kveðja Lulla


Viðburðarrík helgi að baki!

Já það er búið að vera nóg að gera um helgina, föstudagurinn fór í lærdóm og snúninga og á föstudagskvöldið vorum við mægður bara heima í rólegheitum enda ekkert gaman að vera útí í rokinu.

Laugardagur

Nutum þess að sofa aðeins lengur en í boði er virka daga,en drífum okkur nógu snemma á fætur til að ná því að fá okkur morgunmat áður en Kristín Björg þurfti að vera mætt í íþróttaskólan.  Eftir hann skelltum við okkur´í skaffó til að gá hvort að grísasultan væri komin til byggða en hún hafði eitthvað tafist á ferð sinni með vörubílnum á Þvérárfjallinu daginn áður líklega skroppið í picknik í blíðunni, síðan fórum við fram í sveit til að taka til í trogið og einnig var afmælisveisla hjá Tobías Frey en hann er orðinn 9 ára drengurinn til hamingju með afmælið!!!

Svo var brunað í krókinn til að hafa sig til fyrir blótið en það var í íþróttahúsinu þetta árið eins og í fyrra með öllum 4 fornu hreppunum þar að segja seylu,akra,lýtó og staðarhreppum þar sem að Central Park (Miðgarður ) er ennþá í lagfæringu en vonandi kemst hann nú í lag í sumar þannig að hægt verði að nota hann því að þó að íþróttahúsið sem svo sem ágætt þá er Miðgarður MIKLU MIKLU BETRI, það er bara eitthvað sem vantar,  td næst fjöldasöngrinn aldrei almennilega í íþróttahúsinu enda salurinn mjög stór og var eitthvað um 925 manns í húsinu.  Það eru bæði gallar og kostir við að hafa alla hreppi saman en fyrir þá sem ekki vita hefur minn hreppur seyluhreppur  haldið sér blót nema núna 2 síðustu ár sem allir 4 hafa verið saman út af Miðgarðsleysis. Kosturinn er að það er nátturlega fullt að fólki sem maður hittir sem maður hittir kanski ekki ef að allir hrepparnir eru ekki saman, gallinn er hins vegar sá að skemmtiatriðin verða ekki alveg eins lokal humor og maður kemst nátturlega aldrei yfir að hitta alla þá sem eru, suma hitti maður til að mynda oft en aðra rekst maður ekki einu sinni á.  En skemmtiatriðin voru ansar fín, maturinn góður (það sem ég borða af honum HAHAHA) verð nú að viðurkenna að súrmatinn rétt smakka ég en borða bara þeimum meira af nýrri sviða og grisa sultu, hangikjöti,lærisneiðum, brauði, harðfiski og hákarli til að mynda bíð ég alltaf spennt eftir að borða sérstaka þorrablótsréttinn minn en það er steikt brauð með hrásalatinu hennar Lillu frænku en það er besta hrásalat sem til er.  En ballið var fínt líka alltaf stuð á balli með sveiflukónginum, reyndar fattaði ég þegar var langt liðið á ballið að ég var búin að dansa ótrulega litið var búin að sitja og spjalla við fólk og vera á röltinu, öfugt miðað við í fyrra þá dansaði ég og dansaði en svona er nú djammgírinn manns misjafnt´í hvaða ham hann er var í svona skellibjölluhan í fyrra en meira svona rólegaheita fiðrildaham núna. Hvernig var þinn hamur??? En það var allavega gaman að hitta fullt að fólki sem maður hittir eiginlega aldrei nema á svona skemmtunum en aftur á móti var líka fólk sem ég saknaði að hafa ekki þarna sem er vant að vera..

Sunnudagur

Lá í leti fram að hádegi og horfi á teiknimyndir með Kristínu, svo fórum við í bíó á Alvin og íkornanna sem er alveg stórskemmtileg mynd, mæli með henni.

Eftir það fórum svo ég,Alla og Brynhildur á Akureyri fengum okkur súpu og salat á Bautanum og fórum svo á sýninguna Fló á Skinni hjá Leikfélagi AKureyrar sem er hreint út sagt tær snilld.  Þetta er 3 sýningin af 4 sem er á Leikhús kortinu sem við Alla keyptum en Varðan hjá Landsbankanum bauð upp á 4 sýninga kort hjá LA á aðeins 3950 fyrir námsmenn já það er oft gott að vera námsmaður.  En við erum búnar að sjá Ökutíma, Óvitanna og nú síðast Fló á skinni. 

LA skartar lika svi mikið að flottum leikurum að það er snilld Guðjón Karl og Jóhannes Haukur eru reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa farið  á kostum í hverri sýningunni á fætur annari, þetta eru reyndar mjög ólikar sýningar þannig að þær eru góðar hver á sinn hátt.

Það var líka frábært að sjá  Árna Tryggvason á sviði aftur, hann stóð sig mjög vel en er samt orðin svo gamall og brothættur.  Ekki það að það stóðu sig allir leikarar með ágætum þarna.

Svo pældi maður nátturlega líka í allri heildinni en þar sem maður er nú með puttana í starfinu hjá LS verður maður alltaf að skoða leikmyndir og búninga vel og hlaða inn á harða diskinn hugmyndum fyrir okkar verk en það styttist einmitt í að sæluvikustykkið fari að bruna á stað. 

En læt þetta nægja að sinni


Í fréttum er það helst að..

Það eru bara 2 vikur í þorrablót Smile

Hverjir ætla að mæta  á þorrablót???  þá meina ég nátturlega aðalblótið sem er í íþróttahúsinu 9 feb, einnhverjum sem langar á þorrablót og ekki búin að fá lof og boð??

Skólinn er farinn aftur á stað  og fjarnámið hjá mér hér í FNV er byrjað en ég er samt að spá í að gera smá breytingu þar og svo er fjarnámið frá VMA rétt að renna á stað gæti reyndar orðið smá breytiing þar líka fer eftir breytingu í FNV skýrist líklega á morgun hvernig þetta endar allt.

Kristín Björg er komin í íþróttaskóla þannig að það er nóg um að vera hjá henni líka í leik og starfi.

Þannig að það verður nóg að gera á næstunni  í leik og starfi en það er bara gaman enda er lífið bara dásamlegt.

Vá hvað ég er samt alltaf að fatta hvað hún er eitthvað orðin stór, hún minnir mig nú reglulega á að á þessu ári fari hún sko í skólahóp og svo um daginn vorum við að keyra úr sveitinni og hliðið var lokað og ég hugsa upphátt hvað af hverju er nú hliðið lokað heyrist ekki aftur í mamma ég skal sko opna og loka hliðinu fyrir þig og það gerði skvísan með stæl.

Annars er búið að vera mjög kostulegt að horfa á handboltaleikina með henni hún verður alveg svona passlega æst og finnst gaman að fagna mörkunum tók reyndar smá tíma að útskýra að það ætti ekki að fagna neitt þegar mótherjar skora en svo var hún búinn að ná því í einum leiknum að það væri sko málið að halda með bláu íslensku köllunum eins og hún orðaði það og hún valdi strax að hún ætlaði að vera Snorri Steinn og Guðjón Valur og svo versnaði í því þegar kom að leik þar sem þurftum að spila í rauðum búningum (sem mér persónulega er ekki vel við) því þá´þurfti ég að útskýra að nú væri það sko rauðu kallarnir en mamma við höldum með bláu íslensku köllunum er það ekki??

En læt þetta nægja í bili.endilega notiði commentin

 


Allt bara crazy i borgarstjórnarmálum!

Já ég varð bara að tjá mig aðeins um þennan skrípaleik sem er í gangi hjá þessari nýju borgarstjórn, þetta er að mínu mati óttarlega sandkassaleikur og ég sem held að sandkassaleikur væri mest fyrir börn á leikskólaaldri en ég held að þau séu bara miklu þroskaðari í sínum leik.  Líking sem ég sé samt þarna á milli að börnin eru oft að skifast á að vera mamman eða litla barnið eins hjá þeim Ólafi og Villa ég má vera fyrst borgarstjóri og svo mátt þú vera hann ok?

Annað sem mér fannst frekar fyndið en samt mjög sorglegt var orðalag hjá þessum mönnum t.d þegar Ólafur sagði ég er bara farinn, hvernig ætlar hann að meika það að sinna þessu starfi ef hann ræður ekki við einn fund þó svo að það hafi kanski verið óþarflega mikil skríls læti í mótmælendunum sem ég er samt stolt af að hafa látið í sér heyra. 

Og orðalagið hans Villa að menn eigi að geta átt afturkomu þó þeir séu búnir að vera veikir.  Sérstakt orðalag og það er svo sem rétt að menn eigi alveg að geta komið aftur en er manninum samt ekkert annt um heilsuna sína því mér sýnist hann sannarlega  ekki vera búin að ná sér.

Verð samt að segja að mér finnst Dagur,Svandís og Margrét svolítið klár og ég held að Glanni glæpur (Björn Ingi) eigi eftir að fara til liðs við  Samfylginguna svona þegar hann er búinn að taka sér smá frí til að fara í ræktina til að hann passi nú í öll fötin sín.

Finnst bara að það  ættu að vera kosningar um þetta!

En hvað segið þið annars um þennan skrípaleik???

Mig hlakkar til að sjá Spaugstofuna á laugardag!!

 

 


Gleðilegt ár!

 Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir þau liðnu, árið 2008 er flogið á stað og tíminn er eitthvað búin að líða svo hratt, bara strax komin miður janúar, Kristín Björg er búin að vera hjá pabba sínum frá 28 des og kom aftur 8 janúar og við erum núna að njóta þess að vera í helgarfríi.  Annars er lífið að komast í fastar skorður aftur, vinna hjá mér og leikskóli hjá Kristínu Björgu og svo er skólinn hjá mér að fara á stað aftur þannig að það verður nóg að gera framundan, verð í aðeins meiri skóla á þessari önn en síðustu.  En annars leggst nýtt ár bara vel í mig verður nóg um að vera í vinnu, skóla og félagsstarfi en starfið hjá Leikfélaginu fer að fara á stað aftur fyrir sæluvikustykkið, ég kem þó því miður ekki til að hafa mikin tíma fyrir það en er samt í stjórn leikfélagsins og er gjaldkeri þannig að ég mun allavega sinna því starfi og sjálfsagt get  ég ekki látið þetta alveg fara fram hjá mér ef ég þekki mig rétt en þetta er bara svo gaman.  Nú svo styttist í þorrablót og sakvamt óstaðfestum fréttum á að vera sama snið á því og í fyrra að allir hrepparnir 4 sameinist þar að segja seyluhreppur,staðarhreppur,akrahreppur og lýtingstaðarhreppur hinu fornu og verði svaka skrall í íþróttarhúsinu þann 9  febrúar þar sem að central park (miðgarður) er ennþá í klessu.

en læt þetta nægja í bili Lulla


Smá pistill frá síðasta ári!!

Já ákvað að setja smá pistill inn hér fyrir árið sem er nýbúið að kveðja, ætlunin var nú reyndar að koma honum inn í jólakortaumslögin líkt og ég gerði fyrir árið 2006 en vegna smá tímaleysis varð nú ekkert úr því.

En allavega pistli fyrir árið 2006 lauk í nóvember 2006, ekki það að árið hafi klárast þá hjá mér en  þar sem að ég skrifaði öll jólakortin þá og pistill fylgdi með kortunum var staðar nemið þar.  En í nóvember 2006 var ég búsett í Sviþjóð en skrapp  eina helgi heim á frón til að fara á jarðaför en Binni föðurbróðir minn lést þá. Blessuð sé minning hans.  Ferðin var notuð til að selflytja alla jólapakka og jólakort til vina og ættingja.  Ég fór svo út aftur og kláraði skólan sem ég var í en ég var í tungumálaskóla í sænsku.    Í lok nóv og byrjun des veikist pabbi og var hugurinn því heima á Fróni en það eru einmitt svona aðstæður þar sem að er erfitt að vera langt í burtu og geta einungis verið í símasambandi við ættingja og starfsfólk sjúkrahúsin.  Við áttum svo góð jól og áramót. 

Enn þá að árinu 2007:

Janúar leið áfram fremur tíðindalítill fyrir utan það að Kristín Björg fékk hlaupabóluna en það gekk yfir og hún mætti galvösk í leikskólan og ég í skólan.  Í febrúar fórum við Kristín Björg til Íslands en tilefnið var að fara á þorrablót og halda upp á 30 ára afmælið mitt, það vildi svo skemmtilega til að þorrablótið hitti akkurat á afmælisdaginn minn en hann er 18 februar.  Við lendum í keflavík og brunuðum þaðan beint á Reykjavíkurvöll og hittum pabba þar en hann hafði veikst aftur og hafði verið á sjúkrahúsi í bænum og varð samferða okkur norður. 

Ég bauð svo vinum og ættingjum í afmælisveislu á föstudagskvöldinu 16 febrúar og svo kvöldið eftir var svo aftur afmælisveisla í íþróttarhúsinu en öllu stærri því að þá voru aðeins um 900 manns og sá Geirmundur um stuðið á ballinu, Hver er svo að segja að maður þurfi að vera viðskiptajöfur með margar millur í kaup á mánuðu til að halda veglegt afmæli og flytja erlenda tónlista menn, nei nei bara nóg að vera svona ljón heppinn að þorrablót ársins lendi akkurat á réttum degi og þetta ár var blótið sameiginlegt fyrir seyluhrepp,lýtó, akra og staðarhrepp hina fornu vegna þess að það gengur eitthvað seint og illa að breyta central park í menningahús (miðgarði )  en þetta var hið skemmtilegasta blót og á miðnætti þegar afmælisdagurinn rann á var skálað í hópi vina og ættingja og svo var ég kölluð upp á svið og sunginn afmæissöngurinn ekki amalegt að hafa 900 manna kór og hljómsveit Geirmundar. Ég hélt svo smá veislu í borginni líka fyrir vini og ættingja þar  áður en ég flaug aftur út. 

Mars var mánuður breytinga því að  þá breyttust fjölskylduhagir mínir ,við Elli slítum samvistum eftir tæpt 8 ára samband, ég tók þá ákvörðun að flytja heim á klakan aftur og þökk sé góðum fyrrverandi vinnuveitum að ég fékk að byrja strax og ég kom heim að vinna á deildinni sem ég var að vinna áður en ég flutti út Heilbrigðisstofnum Sauðárkróks en það kom nefnilega í ljós að ég átti engan rétt á atvinuleysum bótum hér heima þó að ég hafi alltaf borgað skatta og skyldur þar sem að ég hafði ekki verið komin með neina vinnu úti, sannarlega skrýtið kerfi.  Í ég flutti heim í lok mars en Kristín Björg varð eftir hjá pabba sínum og það var sko sannarlega erfitt. 

Apríl fór svo í að koma sér fyrir og vinna, var í sveittinni fyrst og flutti svo í litla íbúð á Króknum um páskana og þá komst ég að því hvað ég á góða ættingja og vini sem hjálpuðu mér að flytja og útvega mér dót sem mér vantaði.  Bestu þakkir til ykkar allra.

Í byrjun maí kom svo litla skottan mín og það var svo sannarlega góður dagur, ég var svo að vinna allan mai og hjálpa til í sveitnni í sauðburðum þar sem Kristín Björg naut sín sannarlega og varð sérstaklega glöð þegar Kjamma kindin hennar eignaðist 2 lömb.  En ættingar,vinir og góðar barnapíur  hjálpuðu sannarlega til þar sem að Kristín Björg var ekki komin með leikskóla pláss, og enn og aftur sá ég og fann hvað ég er rík að eiga svona góða að. 

Í april og maí bar einnig á veikindum og á tímabili lágu mamma og pabbi bæði inni, en pabbi lá einnig inn á FSA

Kristín Björg byrjaði svo á leikskólanum 1 júni og áttum við mæðgur gott og skemmtilegt sumar, með skemmtilegum ferðalögum og góðri afþreyingu eins og sund og hjólaferðum og fl og fl. Í júni skruppuð við svo á Eskifjörð eina helgi en þá lest föður afi minn, blessuð sé minning hans.

Kristín fór svo út í til pabba síns í enda júli og var fram í byrjun ágúst, í lok ágúst varð svo prinsessan 4 ára og var haldið upp á það með pompi og prakt.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan að ég fékk hana fyrst í fangið. 

Í september var svo mikil spenna hjá prinsessunni að fá Kjömmu sína til byggða og varð Krisstín mjög glöð að hitta Kjömmu sína aftur, við mæðgur fórum svo til Köben þar sem ég var í vinnuferð en Kristín Björg var hjá pabba sínum á meðan, en við mægður áttum samt 1 dag saman í kóngsins köben og skelltum  okkur í tívoli.  Í september byrjaði ég einnig í fjarnámi frá VMA í sjúkraliðanum þannig að haustið er búið að fara ansi mikið í vinnu hjá mér, meðan Kristín er á leikskólanum og síðan fara kvöldin í lærdóm. 

Í okóber skellti ég mér svo í stelpuferð með loðnuklúbbnum mínum og áttum við mjög skemmtilegan tíma en við sem fórum vorum ég,Sóley, Adda,Ásdís og María.  Í okt var Kristín einnig á sundnámskeiði og skemmti sér hið besta. 

Nóvember fór mikið til í lærdóm,vinnu og aðeins undirbúning fyrir jólin, mánaðarmótin nóv/des skelltum við okkur ég,Kristín Björg og mamma í borginna og hittum vini og ættingja og fórum í auglæknaferð.  Þegar heim var komið tóku svo próf við, reyndar var ég búin að taka 1 áður en ég fór og tók svo eitt 6 des og annað 8 des og gengu þau öll vel og skiluðu sér tvær 8 í hús og ein 9.

Desember fór svo í afslöppun,vinnu og undirbuing jólanna til að mynda jólakortaskrif og fl. Við áttum svo góð jól, borðuðum góðan mat, hittum vini og ættingja  og fenguð góðar gjafir, takk fyrir okkur. Við skelltum okkur svo á jólaball Lions og daginn eftir það þá fór Kristín Björg suður til pabba síns en hann kom til landsins milli jóla og nýars og hún kemur svo aftur núna eftir helgina.  Ég átti svo smá jólafrí 28 til og með 31 des og þá var bara notið þess að gera allt sem verður minni tími til að gera á nýju ári til að mynda las ég bækur sem ekki eru skólabækur og glápti heilling á imban og horfði einnig á alla þættina af næturvaktinni sem er bara tær snilld, já fínt, já sæll eigum við að ræða það eitthvað???

En ég hlakka bara til að njóta ársins sem er að renna á stað, gera fullt af skemmtilegum hlutum með litla skottinu mínu, það verður eflaust nóg að gera allavega í vinnu og skóla og svo í því að njóta lífsins og hlaða góðum og skemmtilegum minningum í bunkan og þar eiga nú vinir og ættingar eftir að fá að vera með í.

Bestu nýárs kveðjur Lulla

 

 

 

 

 


Gleðilegt ár!!

Gleðilegt ár og takk fyrir öll þau gömlu góðu, vona að árið 2008 megi verða gleðiríkt fyrir okkur öll og ég hlakka til að njóta þessa með fjölskyldunni, vinum og vandamönnum.

Bestu áramótakveðjur Lulla og Kristín Björg


Loksins myndir úr loðnuferðinni!!

Já loksins eru allar myndirnar komnar inn úr loðnuferðinni, sérstaklega gert fyrir loðnurnar mínar þeim til skemmtunar sem og öðrum sem hafa gagn og gaman að.

Annars verð ég að koma afmæliskveðju á framfæri því hún Ingiríður er 18 ára í dag og þarf nú ekki að bíða lengur, er orðin lögleg á barnum.  TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!

Annars er bara nóg að gera í vinnu og skóla og hlakka bara til að komast í jólafrí frá skólanum, það er víst ekki mikið svoleiðis í vinnunni þósvo að þau komi ekki sem verst út á skýrslunni.

Endilega verið svo dugleg að commenta og skrifa í gestabókina það er svo gaman.

knús Lulla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband