Gleðilegt Sumar!!!

Já sumardagurinn fyrsti er runninn upp, held meiri segja að það verði bara sól í firðinum fagra, allavega núna séð út um vinnugluggan kl:06:30.

Allavega GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN!!!!

Frá því síðast er það helst í fréttum að Kristín Björg fékk  þessa leiðindaflensu, rauk upp í hita mánudagskvöldið 14 og var bara með háan hita og ljótan hósta alveg þangað til á sunnudagsmorgunin 20  þá var hún  loksins hitalaus.  Þannig að þessi sú vika fór bara í þetta og svo lærdóm á milli sem var svo sem ágætt, gat allavega skilað öllum verkefnum fyrir próf. 

Jabbs prófin eru að fara skella á bráðum og ekki er laust við að það sé komið smá magaverkur og hjartaflökt en ekkert svona til að hafa áhyggjur af.  Þetta hefst allt vonandi.

Nú svo er frumsýningin á Viltu finna Milljón hjá Leikfélaginu og það er að koma smá fiðrildi í magan fyrir það, ótrulegt alveg sama hvað maður er mikið eða lítið með þá fær maður alltaf þennan spenning sem er svo sem gott því það þýðir að þetta er gaman.  En miðasölu síminn er 8499434 eða fara bara í Kompuna og kaupa miða.  ALLIR 'Í LEIKHÚS!!! Ég hlakka allavega mikið til að skella mér á sunnudagskvöldið.  Fór einmitt síðasta sunnudag á Dubbeldusch á Akureyri og það er alveg meiriháttar skemmtileg sýning. 

Nú svo er bara að skella á sæluvika og bandalag íslenskra leikfélaga verður með þing hér 2-4 maí og stefni ég á að skella mér á hátíðarkvöldverð með stjórninni og svo verður bara próflestur eftir það.

En þangað til næst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar sömuleiðis Lulla mín! og takk fyrir veturinn.  Flensan er svo sannarlega búin að koma við hér á bæ líka :o(

Þórey (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:34

2 identicon

Gleðilegt

Gunna Stína (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:56

3 identicon

taka tvö GLEÐILEGT SUMAR!!!

Gunna Stína (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband