Gleðilegt ár!!

 

Gleðilegt árið og takk fyrir það liðna kæru ættingar,vinir og blogglesendur!!!

Já árið 2006 hefur bara runnið sitt skeið og 2007 er brunað á stað, um áramót er oft athyglisvert að líta tilbaka og verð ég að segja að síðastliðið árið var bara alveg ágætt.  Reyndar ansi viðburðaríkt já eins og þið lásuð í árspistlinum mínum sem fylgdi með jólakortinu þetta árið.  En svona í stuttu máli var það helst að ég kláraði verslunarprófið af viðskiptabraut FNV síðasta vor, hætti svo að vinna á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og við fjölskyldan fluttum til Svíaríkis,  Elli fór reyndar dálítið á undan þannig að það var nóg að gera að vinna,klára prófin og pakka en með góðri aðstoð tókst þetta nú allt saman og vil ég enn og aftur þakka vinum og ættingjum alla hjálpina , já og barnapíunum Snæbjörtu og Silju OG Ingiríði og Margréti en eitthvað tæknilegt klúður varð til þess að þær komu ekki inn í pistilinn en þær áttu sko pláss þar sorry sorry stelpur.  hér er Elli að vinna, Kristín á leikskóla og ég fór í skóla að læra sænsku sem ég kláraði svo um jólin og er nú á fullu að leita mér að vinnu, en við erum sem sagt búinn að koma okkur ágætlega fyrir hér og það sem kanski stendur upp úr hér af þeim tíma sem við erum búinn að vera er auðvitað heimsóknirnar sem við erum buinn að fá en Hanna og Rakel komu í sumar, svo komu mamma og pabbi í lok ágúst og svo í okt komu Alla,Óskar og Þorgrímur og þökkum við ykkur öllum fyrir skemmtilegan tíma og hlökkum til að fá ykkur aftur og já alla hina líka.

Stefan er svo sett á að reyna skreppa heim á klakan i februar og er stefnan sett á miðjan febrúar en nánar tiltekið helgina 16-18 feb því þá er bara stórafmæli hjá mér já já maður er nú líklegast að ná þrítugs aldrinum (og já Edda þá ert þú að verða 33 hehe ) fyrir þá sem ekki fatta humorinn þá fer Edda frænka alltaf að pæla í því hvað hún sé að verða gömul þegar afmælið mitt skellur á, og það sem meira er að þessa helgi er líka þorrablót sem er mjög svo slæmt af missa af þannig að nú er alldelis hægt að slá margar flugur í einu höggi haha, og núna í fyrsta skipti í mörg ár verða allir fornu hrepparnir saman, þannig að það verður alveg fjöldinn allur af vinum og ættingjum veiii og sveiflukóngurinn sjálfur spilar fyrir dansi samkvæmt öruggustu heimildum sem er þorrablótsnefndin sko.  En núna erum við semsagt að vafra um netið og reyna að finna sem ódýrast far nátturlega og vonast nú til þess að flugfélögin sjá sér nú sóma í því að skella einnhverju góðu tilboði inn handa okkur.  En partyljónið ég stefni nátturlega á það að halda líka sér upp á afmælið, og hugsanlega í borginni líka, þetta er allt svona í skoðun sko þannig að gerið ykkur reddið fyrir mikla skemmtun haha.en þetta er allt á frumstigi og ekkert búið að negla neitt niður.

Annars áttum við fjölskyldan bara voðalega notaleg jól og áramót, vorum bara 3 hér heima á aðfangadag, svo á jóladag komu Hemmi,Hafdís,Fanndís,Hjördís,Mattias og Emil í mat til okkar í íslenskt hangikjöt og lambalæri og það var sko nammi gott, svo fórum við til Hemma og Hafdísar í mat á gamlársdag og þar voru einnig Hjördís,Mattias,Emil,Alli og Elín. Svo eftir matinn horfðum við á svona grínþátt sem er alltaf syndur í imbanum hér og þetta var bara fyndið, fjallaði um mann sem var að þjóna til borðs einni konu en var lagt á borð fyrir fleri og svo var alltaf að smakka vín og skenka i glös þar sem engin sat og fljúga næstum á hausinn, þetta var bara snilld.  Svo var nátturlega skotið upp smá og svo skálað á miðnætti og tekið á móti nýju ári og svo sátum við og spjölluðum og fengum okkur nokkra eðaldrykki, við gistum svo þar og vorum kom heim um hádegi á nýarsdag og þá var sko bara legið í leti og glápt á imbann.  En nú er víst þessir letidagar á enda; Kristín er búinn að vera í jólafríi og byrjar á leikskólanum næsta mánudag aftur og þá fer´ég á fullt að leita að vinnu.  En látum þetta nægja í bili

Bestu kveðjur frá Svíaríki Lulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt nýtt bloggár

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 08:23

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár..

gott að þið höfðuð það gott yfir allar hátiðirnar..

kv Kristín og Ólöf María 

Kristín (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 20:20

3 identicon

BLOGGAÐU !!!!!!!!!!!!

Ingiríður,eva og Tobias (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 18:46

4 Smámynd: þórunn þorleifsdóttir

he, hemm.... Mig minnir nú að ég og Emmi hafi nú líka komið í heimsókn í sumar!!!!!!  

þórunn þorleifsdóttir, 13.1.2007 kl. 14:56

5 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Mikið rétt krúsurnar mínar í baunalandi, það var sko rétt var bara með heilabúið á milli 'Islands og Sviþjóðar, já þið komuð sko og það var alveg frábært að fá ykkur og þið eruð líka velkominn aftur, já þið eruð nú vonandi líka bara að fara koma bráðum aftur

Svo áttum við nú skemmtilegan tíma í ferðalaginu til noregs ertu ekki að djóka Þórunn með hvað þér finnst allt ódýrt í Noregi haha.

Hlakka til að hitta ykkur og farðu nú að blogga kella.

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 13.1.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband