Nýjustu fréttir

Halló!

Það er líklegast komin tími til að uppfæra smá vegis, en hér gengur allt sinn vanagang.

Ikea ferð!!

Ég skellti mér í Ikea um daginn og sú ferð var nú svolítið skondin að mörgu leyti,  ég fór sem sagt fyrst og fremst til að skila gölluðu ljósi sem gekk svo sem vel, Kristínu langaði að fara í leikfangalandið og þar sem það var engin röð þá ákvað ég að það væri bara fínt, ég gæti þá farinnínn og fundið nýtt ljós og svona á meðan, þar þurfti maður að fylla út blað með nöfnum og símanúmerum og fleira og svo fékk hún limmiða á sig og svo var líka stimpill sem við fengum báðar en þann stimpill var ungfrúin nú alls ekki á því að fá en gekk samt að lokum nema hvað þegar ég kom að sækja hana kom upp smá vesen þá átti ég ekki að fá hana þar sem að stimpill á henni sást ekki því að hún hafði grenilega byrjað á því að þurrka hann af sér eftir að ég fór en þar sem að strákurinn sem var að vinna kom á vakt akkurat þegar ég kom með Kristínu þá sagði hann að þetta mundi sleppa þar sem hann mundi eftir mér og líka að hún svaraði mér á sama tungumáli sem sagt íslensku en sagði jafnframt að þetta mætti alls ekki gerast að stimpilinn færi af.

Önnur snilld í Ikea þegar ég var búinn að versla fór ég á kassan og það var sem sagt alveg röð langt langt og ég sá að ég hefði bara ekki tíma til að biða en þá sá ég 2 kassa sem að var sama sem engin röð og skilti fyrir ofan sem á stóð afgreittu þig sjálfur, þannig að ég skellti mér þangað og þetta var bara snilld þarna skannaði maður bara vörurnar inn og ýtti svo á kort og valdi kortategund sem maður vill borga með setti í poka og búið á meðan hinir allir biðu i massa röð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband