Svíarnir bara tapsárir!!

Jább eitthvað fer það fyrir brjóstið á svíagrílunni að hafa tapað fyrir íslendingum.  En að láta sér detta það í hug að kæra útaf einu marki þegar það skiptir engu máli komast hvort sem er ekki lönd né strönd.  Mikið að Svíar vilji ekki bara renna eurovison í gegn aftur þar sem þeir skít töpuðu þar líka en ætluðu að vinna. Fannst sú sænska þar reyndar hörmung minnti mig helst á grán kött sem hafði farið í strekkingu. Finnst samt bara snilld að hafa unnið þá í báðum þessum keppnum þó ég hafi alls ekkert á móti svíum svona almennt.  Kynntist fullt af ágætis svíum bæði þegar ég bjó úti og eins þegar ég hef farið í heimsókn í svíaríki.

Annars er bara allt gott að frétta, átti gott og langþráð helgarfrí sem ég notaði meðal annars til að slá garðinn minn og það tekur slatta tíma en garðurinn utan um litla húsið sem ég bý í er frekar stór.  En þetta gekk nú bara ágætlega hjá okkur mæðgum.  Það mætti samt gjarnan einnhver kíkja í heimsókn með orf til að taka kantinn og litla frumskógarsvæðið.  En orf er af einnhverjum ástæðum eitthvað tæki sem mér er meinilla við að nota veit samt ekkert af hverju.

Svo kíkti ég aðeins út á laugrdagskvöldið, byrjuðum hjá Óskari og Öllu og fórum svo í bæinn og það var  bara mjög fínt, mikið dansað en er á því að hljomsveitin hefði átt að byrja á því að taka pásu þar sem hún var miklu betri eftir pásu.  Svo er Klói minn á leiðinni á norðurlandið og við ætlum að gera eitthvað sniðugt.

Þar til næst Wink 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að vinna svíana!!!!!

En hvað ísbjörninn varðar þá er ég bara fegin að hann var felldur...

Gunna Stína (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:07

2 identicon

Lulla! það er móðgun við köttinn minn að líkja Svíalufsunni við grán kött :)

Ég var líka að slá garðinn minn og þvílíkt magn af grasi á einu svæði!! Mér er líka mein illa við orf held alltaf að mér takist að slá undan mér lappirnar :-/

Edda (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband