Blogg

Þar kom að því að ég kom því í verk að blogga.   Það hefur margt og mikið á daga mína drifið síðan síðasta blogg var enda var það í byrjun júni.

Skellti mér m.a í borgina eina helgi og fór á Grímuna í Þjóðleikhúsinu með Elfu.  Þar var byrjað í veislu með hvítvíni og alskonar snittum og pinnamat.  Svo hófst dagskráin sem var mjög fín.  Við vorum með sæti upp á svölum. Já við vorum í svala liðinu sem fékk 2 merkingar þetta kvöld þar að segja vera upp á svölum og svo með svala liðinu (þotuliðinu). Komumst líka að því að það er HRÆÐILEGT  fyrir fólk að vera lofthrædd og fá sæti á svölunum.  Það kom líka snilldar gullmoli um ljóta liðið en það komu 2 stelpur og voru að hvíslast á um að þær væru bara með sæti hjá ljóta liðinu og Elfa snýr sér við til þeirra og segir takk og það varð smá brandari um það.  En þetta var hin bersta skemmtun og kynnar kvöldsins þeir Gói og Jói voru algjörir snillingar. Fórum svo á pöbbarölt í bænum og það var bara fínt.  'A laugardagskvöldið fórum við svo í útskriftarpartý hjá Þuríði og Gjen og það var mjög fínt. 

Síðustu vikuna í júni byrjuðum við Kristín Björg í sumarfríi og mikið var það nú yndislegt, nutum þess að sofa út, hjóla og fara í sund og hafa það náðugt.  Síðustu helgina í júni fórum við svo á ættarmót sem var að þessu sinni haldið á Dæli í Húnavatnssýslu.  Það var bara ljómandi gaman hefði reyndar mátt vera betra veður en maður ræður víst því ekki.  Á laugardeginum fór svo Kristin Björg til pabba síns og verður þar til mánaðarmóta águst/sept.  Sakna litlu múslunar minnar.

Ég byrjaði svo að vinna í síðustu viku, tók þá 3 vaktir á sjúkradeildinni sem var fín tilbreyting og fór svo í helgarfrí og stefnan er tekin á Húnavöku á morgun. 

Ég,Kristín Hanna og Tobías skelltum okkur á hestbak svo á hestbak í kvöld en það er svona ca ár síðan ég gerði það síðast og það var mjög fínt já fyrir utan svona smá atriði eins og að það er ÓGEÐSLA vond þegar herra Ljúfur (hesturinn ) steig fantalega ofan á fótinn á mér, táslurnar ennþá aumar.  Byrjun reiðtúrsins var reyndar frekar kostulegur þar sem að herra´Ljúfur hafði þann miskilng að ég hefði komið til að æfa kúreka atriði en það var alls ekki ætlunin en ég datt samt ekki af baki.  En hann átti svo góðan sprett eftir að hann ákvað að láta alla 4 fæturnar nema bara við jörðina en kúrekaleikurinn hans sem sagt fólst í alskonar hoppum ýmist með fram eða afturendan upp í loft.  Fórum svo í ís í KS varmó.  Ég og Eva tókum líka góðan göngutúr í morgun og ég gerði og skilaði fullt að verkefnum fyrir skólan en það er nóg að gera í honum næstu daga.

Er komin á facebook og fann þar meðal annars Will og Dylan sem eru strákarnir sem ég var að passa í USA og ég fékk pínu kjánahroll að komast að því að Will er komin með aðdáenda klúbb og ég er sko búin að skrá mig en hann er bara orðinn ansi þekktur leikari í USA.  Gaman að því og ég er geggjað stolt af USA grísunum mínum.

En næst er Húnavaka sjaumst þar á Sálarballi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt og takk fyrir síðast hehe stórgóð skemmtun. Gengur bara betur næst hjá okkur í átakinu "Lullan gengur út" :)

edda (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband