Íslandsferðin!

Já eins og ég skrifaði síðast skrabb ég aðeins til Íslands, það var stutt stopp en mjög gott að hitta alla.  Ég lagði sem sagt á stað héðan klukkan 11 á fimmtdagsmorgni og tók lest til Gautaborgar og rútu þaðan til Kastrup flugvallar en því miður er ekki beint flug frá Gautaborg eins og er en Iceland express er með það en bara á sumrin, skil ekkert í þeim að vera ekki með þetta allt árið en kanski verður það einnhverntíman.Svo var flug klukkan 20 um kvöldið sem var reyndar í lenga lagi þar sem að Keflavík tók á móti okkur ofsa roki og rigningu en við lendum nú samt og á vellinum biðu tengdó eftir mér, ég hitti líka Smára í fluginu frekar skondið að rekast á hann en hann var að koma úr vinnuferð frá Kína og Japan.  Á föstudagsmorgunin fór ég svo með Steina norður og vorum við komin norður um 3 leytið, ég fór fyrst  í Úthlíðina og fór svo í sveitina, veðrið var nú ekki sem berst þannig að við lögðum tímalega á stað í Krókinn og það bara snjóaði og skóf og á kafla var bara ansi blint.  En svo var kistulagning í kirkjunni klukkan sex en þar kvöddu við fjölskyldan hann Binna föðurbróður minn sem lést þann 2 nóvember síðastliðinn eftir mikil en stutt veikindi og á svona stundu finnur maður einn og aftur að maður er aldrei tilbúinn að missa einnhvern sem manni er kær þó svo að innsti inni viti maður að fyrst svona var komið mundi hvíldin ein vera honum fyrir bestu.  En allar minningarnar sem ég á munu eflaust koma að einnhverju gagni til að fylla upp í skarðið, en það er bara svo ótrulegt að ekki sé hægt að finna einnhverja lækningu við þessum hræðilega sjúkdóm sem krabbamein er. Við fórum svo í kaffi heima hjá Lillu frænku.  Á laugardeginum var svo jarðaförin og svo var ég bara í afslöppun i sveitinni um kvöldið, á sunnudagurinn fór svo í að koma sér í bæinn og um kvöldið náði ég svo að sjá framan í smá af fólki og koma út jólabögglum.  Ég gisti svo hjá Eddu og Steina og Edda skutlaði mér svo á völlinn á mánudagsmorgunin og var ég svo komin heim um 8 um kvöldið. Það var voða gott þegar lestin stoppaði loksins og þau feðgin komu að sækja mig enda búinn að vera á ferðinni síðan 5 um morgunin. Kristín var voða glöð á fá múddu sina heim og ætlaði aldrei að ná að sofna þurfti svo mikið að spjalla og knúsa mig, hún er svo mikil krúsimús hún dóttir mínSmile svo var voða notalegt að leggjast með tærnar upp í loft upp í sófa og kúra hjá kallinum yfir spólu og með íslenskt nammi.  Það er jú alltaf gott að koma heim eftir ferðalög, en það var líka ósköp gott að komast aðeins heim og hitta alla þó svo að maður hefði nú viljað hafa tilefnið annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband